Allir eiga sína styrkleika. Styrkleikaprófið VIA er ókeypis og gefur þér upp í hvaða röð hinir 24 styrkleikar raðast.
Eftir að þú hefur tekið prófið þá getur þú bókað tíma með Ingibjörgu til að fara yfir niðurstöðurnar.
Tíminn kostar venjulega 9.900 kr en er ókeypis til 15. september 2024.
Lyftu þér upp og komdu með í 30 daga ferðalag!
Eitt mikilvægasta verkfærið í sjálfsvinnu er að flæðiskrifa. Fá krefjandi spurningu til að svara frá hjartanu. Þannig kynnist þú betur sjálfri þér, eða réttara sagt undirmeðvitundinni þinni.
Með því lyftir þú þér upp og um leið skýrleikanum.
Ég er mjög stolt af þessari áskorun af því 78% af þeim sem byrja á henni klára hana.
Af hverju?
Svarið er einfalt - það er þess virði - skapar virðir fyrir þá sem klárar.
Nýttu tækifærið og skráðu þig í dag á meðan áskorunin er frí.
Orkustund er mánaðarlegur hópviðburður á Zoom - Frítt.
Orkustund fer þannig fram að ég leiði þátttakendur í gegnum skipulagt ferli, gef þeim verkefni sem hver og ein vinnur með sjálfum sér.
Ferlið snýst fyrst og fremst um losa um það neikvæða í okkar lífi og opna fyrir það jákvæða.
Orkustund er alltaf í kringum fullt tungl sem er talin einstaklega góður tími fyrir sjálfsvinnu sem þessa. Til verður orka sem hjálpar fólki að slaka á, draga úr streitu og endurnærast.
Skráning er eingöngu í boði fyrir þá sem eru á póstlistanum mínum og/eða inn í FB hópnum mínum.
Ef þú ert ekki nú þegar á póstlistanum þá getur þú skráð þig neðst á forsíðunni
Komdu aftur í heimssókn - ég bæti reglulega við nýtt fríefni!